Nítján ungir landsliðsmenn á ferðinni

Nítján ungmenni frá Selfossi voru í landsliðsverkefnum á vegum Handknattleikssambands Íslands í lok desember.

Öll yngri landslið Íslands voru með æfingabúðir og átti Selfoss samtals nítján þátttakendur í þessum verkefnum. Selfoss var með 15 ára lið stráka og stelpna á Norden-cup milli jóla og nýárs og gátu þeir krakkar því ekki tekið þátt í landsliðæfingum en Norden-cup er óopinbert Norðurlandamót félagsliða.

Þeir Janus Daði Smárason og Sverrir Pálsson tók þátt í Hela-cup í Þýskalandi með undir 18 ára landsliði pilta. Liðið hafnaði í 4. sæti af 8. liðum. Janus er fyrirliði liðsins og algjör lykilmaður, en Sverrir var að leika sína fyrstu landsleiki og þá sem línumaður en hann hefur í gegnum alla flokka leikið sem skytta. Daníel Arnar Karelsson æfði einnig með liðinu.

Ómar Ingi Magnússon var valinn í hóp fyrir tvo leiki undir 16 ára landsliðsins sem lék við Frakka í Hafnarfirði fyrir jól. Ómar handarbrotnaði nokkrum dögum fyrir leikina og gat því ekki tekið þátt í verkefninu.

Magnús Már Magnússon, Einar Sverrisson og Ketill Hauksson vorum valdir í úrtakshóp fyrir undir 20 ára landslið karla.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir æfði með undir 18 ára landsliði kvenna sem undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts í vor.

Thelma Björk Einarsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir, Harpa Brynjarsdóttir, Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir og Katrín Magnúsdóttir voru valdar í undir 16 ára landslið kvenna og þeir Sævar Ingi Eiðsson, Árni Guðmundsson, Nikulás Hansen Daðason og Guðjón Ágústsson æfðu með undir 16 ára landslið pilta milli jóla og nýárs.

Fyrri greinAukin þjónusta sérfræðinga á Suðurlandi
Næsta greinVilborg ráðin rekstrarstjóri