Taekwondodeild Umf. Selfoss vann til níu gullverðlauna, sex silfurverðlauna og tíu bronsverðlauna á móti í bardaga sem haldið var í Iðu á Selfossi sl. sunnudag.
Þar kepptu fimm lið frá aðildarfélögum Taekwondosambands Íslands en Selfoss varð stigahæsta félagið á mótinu með 44 stig.
Næst á eftir Selfoss kom UMFA með 44 stig , Fjölnir með 7 stig , Bardagafélag Reykjavíkur (BR) með 7 stig og Þór Akureyri með 5 stig.
Daníel Davíðsson sigraði í „krakkar 1“ og Sigurgrímur Vernharðsson varð í 3.-4. sæti. Bjarni Snær Gunnarsson sigraði í „krakkar 2“ og Patrekur M. Jónsson varð í 3.-4. sæti í „krakkar 3“. Selfyssingar unnu tvöfaldan sigur í „krakkar 4“ þar sem Leó Snær Róbertsson sigraði og Matthías Sigvaldason varð annar.
Í „krakkar 5“ varð Sindri Bjarnason í 3.-4. sæti en í „krakkar 6“ unnu Selfyssingar þrenn verðlaun. Nikulás Torfason sigraði í flokknum, Birgitta Tommýsdóttir Skille var í 2. sæti og Gísli Rúnar Gíslason í 3.-4. sæti. Dagný María Pétursdóttir og Ómar Ómarsson voru í 3.-4. sæti í „krakkar 7“ og Davíð Arnar Pétursson sigraði í „krakkar 8“. Í „krakkar 9“ sigraði Tristan Magni Hauksson og Haukur Steinn Jóhannsson var í 2. sæti.
Árný Fjóla Ásmundsdóttir sigraði í stúlknaflokki og í flokknum „karlar 1“ vann Selfoss þrefaldan sigur. Jökull Logi sigraði, Arnar Hlynur Gíslason var í 2. sæti og Bjarni Þór Gylfason í 3. sæti. Í „karlar 2“ varð Þorvaldur Óskar Gunnarsson í 2. sæti og Indriði Freyr Indriðason og Víðir Björgvinsson í 3.-4. sæti.
Þrír Selfyssingar komust á pall í kvennaflokki; Sigríður Eva Guðmundsdóttir sigraði, Sunna Valdemarsdóttir var í 2. sæti og Guðrún Vilmundardóttir í 3. sæti.