Aðventumót Ármanns var haldið í Reykjavík í desember og tóku nokkrir keppendur af sambandssvæðinu þátt. Níu HSK voru sett á mótinu.
Sindri Seim Sigurðsson úr Umf. Heklu setti tvö met í 13 ára flokki. Hann hljóp á 1;47,00 í 600 metra hlaupi og bætti ársgamalt met Dags Fannars Einarssonar um 0,18 sek. Þá stökk hann 5,49 metra í langstökki og bætti 15 ára gamalt met Orra Guðmundssonar um 10 sentimetra.
Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, setti met í 1.000 metra hlaupi í flokki 14 ára, en hann hljóp 2;59,64 mín. Styrmir Dan Steinunnarson átti metið, sem var 3;19.62 mín.
Loks hljóp Unnur María Ingvarsdóttir, Selfossi, 1.000 metra hlaup á 3;56,66 mín. Ekki er vitað til að neinn kvenkyns keppandi 14 ára og eldri hafi hlaupið þessa vegalengd og því er þetta met í einum sex flokkum, þe. í 14 ára, 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára, 20-22 ára og kvennaflokki.