Stokkseyringar tóku á móti toppliði Tindastóls í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir reyndust mun sterkari og unnu níu marka sigur.
Tindastóll komst yfir strax á 1. mínútu leiksins en stíflan brast svo endanlega tíu mínútum fyrir hálfleik þegar Tindastóll skoraði fjögur mörk í röð og staðan var 0-5 í hálfleik.
Tindastóll bætti við fjórum mörkum í seinni hálfleik en Stokkseyringum tókst ekki að nýta þau fáu færi sem þeir fengu og lokatölur urðu 0-9.
Stokkseyri er áfram í 7. sæti B-riðilsins með 4 stig en Tindastóll er í toppsætinu með 17 stig.