Níu styrkir bárust inn á sambandssvæði HSK þegar úthlutað var úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ á dögunum. Samtals var veitt tæpum 800 þúsund krónum í verkefni á Suðurlandi.
Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afl a sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmenna-félagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.
49 styrkir voru veittir úr sjóðnum að upphæð 5.104.000 kr. Hæsta styrkinn á Suðurlandi fékk frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss, vegna stofnunar frjálsíþróttaakademíu Suðurlands, 150.000 krónur.
Knattspyrnufélag Rangæinga, handknattleiksdeild Selfoss og fimleikadeild Selfoss fengu styrki á bilinu 36-50 þúsund króna vegna þjálfaranámskeiðs og gestaþjálfara.