Fjórði leikur Þórs Þ og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta fór fram í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Njarðvík sigraði 84-91 og tryggði sér oddaleik í einvíginu.
Leikurinn var hnífjafn nánast allan tímann. Staðan í hálfleik var 39-42 og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum leiddu Þórsarar 71-70. Þá fóru hlutirnir að vefjast fyrir heimamönnum, Njarðvíkinga gengu á lagið og náðu tíu stiga forskoti, 72-82. Þórsarar freistuðu þess fram á síðustu sekúndu að jafna eða komast yfir en Njarðvíkinga hleyptu þeim ekki nær sen sex stig þegar 26 sekúndur voru eftir.
Tómas Valur Þrastarson var stigahæstur Þórsara með 19 stig og 8 fráköst, Jordan Semple skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og sendi 6 stoðsendingar, Nigel Pruitt skoraði 13 stig og Darwin Davis 11.
Staðan eftir fjóra leiki er því 2-2 og liðin mætast í oddaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.