Númi Snær varði titilinn

Stokkseyringurinn Númi Snær Katrínarson varði um helgina meistaratitil sinn í Crossfit í Svíþjóð og hefur því orðið sænskur meistari tvö ár í röð.

Þetta er frábær árangur hjá Núma Snæ sem hefur einungis stundað íþróttina í tæp þrjú ár.

Keppnin var hörð í karlaflokki þar sem 156 keppendur tóku þátt en sigur Núma Snæs var nokkuð öruggur. Hann sigraði í tveimur greinum af fimm og var í topp þremur í þeim öllum.

Fyrri greinHundar æfðu þyrlusig
Næsta greinÞrjár bílveltur í Rangárþingi