Aðalfundur Íþróttafélagsins Mílunnar fór fram í gærkvöldikvöld. Ný stjórn var kosin og heldur valdatíð Birgis Arnar Harðarsonar áfram, en hann er nú orðinn forseti félagsins.
Ein breyting varð á stjórninni en Sigurþór Þórsson kemur inn í stað Leifs Arnar Leifssonar. Stjórnin 2016/2017 er því þannig skipuð; Birgir Örn Harðarson, forseti, Örn Þrastarson, varaformaður, Eyþór Jónsson, gjaldkeri, Sigurþór Þórsson, ritari, Atli Kristinsson, meðstjórnandi og Marinó Geir Lilliendahl, meðstjórnandi.
Tillaga Birgis um að breyta titlinum formaður í forseta var formlega samþykkt með meirihluta atkvæða.
Einnig var skipuð ný varastjórn félagsins en hana skipa þeir Leifur Örn Leifsson, Ómar Vignir Helgason, Róbert Daði Heimisson og Viðar Ingólfsson.