Þór Þorlákshöfn tók á móti nýliðum KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir leiddu nánast allan leikinn og sigruðu að lokum 97-92.
Þórsarar náðu aldrei almennilegu flugi í kvöld og varnarleikur liðsins var ekki til útflutnings. KR hafði frumkvæðið og náði mest fjórtán stiga forskoti í 2. leikhluta. Þórsarar nálguðust gestina í lokin en KR náði alltaf að skila stórum körfum þegar á þurfti að halda og munurinn varð aldrei minni en þrjú stig.
Bæði Þór og KR eru með 4 stig eftir þrjá leiki en þetta var fyrsta tap Þórs í deildinni í vetur.
Jordan Semple var stigahæstur hjá Þór með 27 stig og sjö fráköst.
Tölfræði Þórs: Jordan Semple 27/7 fráköst, Justas Tamulis 18/4 fráköst, Marcus Brown 16, Marreon Jackson 10/5 fráköst/7 stoðsendingar, Morten Bulow 10/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Davíð Arnar Ágústsson 3, Emil Karel Einarsson 3.