Nýr dýnuvöllur tekinn í notkun á Hvolsvelli

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram á Hvolsvelli um síðustu helgi. Keppt var á tveimur dýnulögðum völlum í flokkum 10 ára og yngri, 11, 12, 13, 14 og 15 ára en fullorðinsflokkar 16 ára og eldri kepptu á gólfi.

Keppni í kvennaflokki féll niður vegna forfalla.

Alls sendu fjögur félög 27 keppendur til leiks en rétt til þátttöku eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni.

Á mótinu var vígður til notkunar nýr dýnuvöllur til glímuiðkunar sem Íþf. Dímon festi nýverið kaup á.

Verðlaunahafar:

Karlar 16 ára og eldri
1. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótanda
2. Kristján Jónsson Njarðvík
3. Halldór Matthías Ingvarsson Njarðvík

Stúlkur 15 ára
1. Jana Lind Ellertsdóttir Garpur
2. Sigríður Magnea Kjartansdóttir Bisk.

Piltar 14 -15 ára
1. Halldór Matthías Ingvarsson Njarðvík
2. Sindri Ingvarsson Dímon

Stúlkur 13 ára
1.-2. Birgitta Jónsdóttir Dímon
1.-2. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir Dímon

Stúlkur 12 ára
1. Sunna Sigurjónsdóttir Dímon
2. Katrín Vignisdóttir Dímon
3. Mónika Pétursdóttir Dímon

Strákar 12 ára
1. Sigurður S. Ásberg Sigurjónss. Bisk.
2. Daníel Dagur Árnason Njarðvík
3. Gunnar Örn Guðmundsson Njarðvík

Stelpur 11 ára
1. Aldís Freyja Kristjánsdóttir Garpi
2. Thelma Rún Jóhannsdóttir Laugdælum
3. Helga Dögg Pálsdóttir Dímon

Strákar 11 ára og yngri
1.-2. Christian Dagur Kristinsson Garpi
1.-2. Sindri Sigurjónsson Dímon
3. Veigar Páll Karelsson Dímon

Stúlkur 10 ára og yngri
1. Þóra Guðrún Tómasdóttur Dímon
2. Anna Cynthia Dímon

Fyrri greinOfsaveðri spáð á morgun við suðurströndina
Næsta greinNý ljóðabók Matthíasar