Næstkomandi laugardag kl. 16:00 verður í fyrsta sinn haldið utanvegahlaup um náttúruperlur Mýrdals.
Hlaupið byrjar við Dyrhólaey í Reynisfjöru og er hlaupið eftir Reynisfjöru inn fyrir Reyniskirkju og þaðan upp í Reynisfjall þar sem sést niður á Reynisdranga.
Síðan er hlaupið niður fjallið og endað á íþróttavellinum í Vík. Vegalengdin er 10 km. Mikil náttúrufegurð og stórkostlega fallegt útsýni er á allri hlaupaleiðinni.
Hægt er að skoða nánari upplýsingar og skrá sig í hlaupið á hlaup.is.