Nýtt vallarhús bætir aðstöðuna

Að sögn Hjördísar Björnsdóttur hjá Golfklúbbnum í Úthlíð hefur aðsókn verið heldur minni þetta sumarið en síðasta sumar en þá var metaðsókn.

Hjördís sagði þó að jöfn og góð aðsókn væri að vellinum sem er 9 holur.

Nokkrar framkvæmdir hafa verið við golfvöllinn og þannig voru nokkrir teigar stækkaðir og verið er að byggja nýtt vallarhús sem að sögn Hjördísar mun bæta salernisaðstöðu til mikilla muna.

Í klúbbnum eru nú 150 félagsmenn og fer hægt fjölgandi.

Fyrri greinLeitað að vitnum vegna líkamsárásar
Næsta greinStórleikur á Selfossvelli í kvöld