Oddaleikur í Hveragerði á sunnudaginn

Jose Medina og Fotios Lampropoulos. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Snæfell mættust í fjórða sinn í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Stykkishólmi í gærkvöldi. Snæfell hafði betur, 100-88, og tryggði sér oddaleik í Hveragerði á sunnudaginn

Hamarsmenn byrjuðu illa í leiknum og virtust halda að þeir gætu sloppið létt frá þessu verkefni. Það var reginmisskilningur því Snæfell leiddi 52-40 í hálfleik og munurinn jónst enn frekar í þriðja leikhluta.

Í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 88-66 og lítil von um endurkomu Hamars. Þeim tókst þó aðeins að rétta sinn hlut á lokakaflanum en það skipti engu þegar upp var staðið.

Jaeden King var bestur hjá Hamri með 32 stig og Jose Medina skoraði 20 stig og sendi 7 stoðsendingar. Birkir Máni Daðason skoraði 12 stig og Fotios Lampropoulos skoraði 10 stig og tók 10 fráköst.

Fyrri greinKrónprinsar sveitaballanna fagna á föstudagskvöld
Næsta grein„Bindum miklar vonir við þessa staðsetningu“