Hamar vann mikilvægan sigur í toppbaráttu A-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Berserki 2-0 á heimavelli.
Samuel Malson skoraði bæði mörk Hamars í fyrri hálfleik. Hann kom þeim yfir á 18. mínútu og tvöfaldaði svo forskot Hvergerðinga á 31. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki en bæði lið áttu ágætar sóknir í seinni hálfleiknum án þess að þeim tækist að skora.
Hamar er í toppsæti A-riðilsins með 13 stig en Berserkir eru í 3. sæti með 9 stig.