Ögmundur Kristjánsson, GOS, sigraði á nóvembermóti Golfklúbbs Selfoss sem haldið var í blíðviðri á Svarfhólsvelli í gær.
Það var 10 stiga hiti á mótinu í gær en það er hærra hitastig en á mótum GOS sem haldin voru í maí og júní. Svarfhólsvöllur er í merkilega góðu standi en nokkuð blautur eftir rigningar síðustu daga.
Í mótið voru skráðir 23 keppendur og greiddu þeir 500 króna mótsgjald sem fór í peningapott fyrir sigurvegarann.
Efstu keppendur voru þessir:
1. sæti Ögmundur Kristjánsson, GOS, 45 pkt.
2. sæti Axel Óli Ægisson, GOS, 39 pkt.
3. sæti Hjalti Sigurðsson, GOS, 37 pkt.
4. sæti Jón Gíslason, GOS, 37 pkt.
5. sæti Magnús Kári Jónsson, 36 pkt.