Ókeypis hlaupanámskeið fyrir byrjendur

Er ekki komin tími til að drífa sig út að hlaupa?

Frískir Flóamenn undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar þjálfara bjóða nú upp á byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa látið sig dreyma um að hlaupa 5 km en ekki komið sér úr sófanum.

Námskeiðið „Úr sófa í 5 km“ hefst þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17:15 við Sundhöll Selfoss. Hlaupið er með þjálfara þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15 og án þjálfara á laugardögum kl. 10. Þeir allra hörðustu hlaupa svo líka á sunnudögum kl. 10:30.

Markmiðið er að geta hlaupið 5 km eftir 9 vikna námskeið.

Allar æfingar Frískra Flóamanna hjá byrjendum sem lengra komnum eru ókeypis.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér

Fyrri greinGuðjón og Priyanka fengu hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar
Næsta greinKölluðu út aukamannskap vegna manneklu á vaktinni