Hamar hefur ráðið Ólaf Hlyn Guðmarsson sem þjálfara meistarflokks karla í knattspyrnu. Skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í gær.
Ólafur er með mikla reynslu að þjálfun. Hann þjálfaði kvennalið í Danmörku og náði þeim flotta árangri að gera sín lið að bikarmeisturum tvö ár í röð þar í landi. Hann kom til Íslands árið 2012 og tók við kvennaliði Fjarðabyggð.
Hann tók svo við 4. deildar liði KB síðastliðið tímabil og gerði fína hluti þar. Ólafur starfar einnig sem yngri flokka þjálfari hjá Breiðablik, þar þjálfar hann 4. og 3. flokk karla. Ólafur Hlynur er vel menntaður þjálfari og hefur UEFA-A gráðu frá KSÍ.