Frjálsíþróttamaðurinn Ólafur Guðmundsson úr Umf. Selfoss varð 55 ára í vor og keppir því næstu fimm árin í flokki 55-59 ára. Óli hefur á liðnum árum sett tugi HSK meta og hann er þegar farinn að safna HSK metum í sínum nýja aldursflokki.
Eins og sunnlenska.is greindi frá á dögunum var góð mæting Sunnlendinga á Landsmót 50+ sem haldið var í Vogum á Vatnsleysuströnd. Óli var einn keppenda þar og á mótinu kastaði hann kringlu 36,99 m og bætti þar með 28 ára gamalt HSK-met Hvergerðingsons Ólafs Unnsteinssonar um 29 sentimetra. Auk þess bætti hann þrjú héraðsmet Yngva Karls Jónssonar í hástökkki, spjókasti og lóðkasti.
Óli keppti svo aftur á Kastmóti Breiðabliks á Kópavogsvelli síðastliðinn laugardag. Þar stórbætti hann 29 ára gamalt HSK-met nafna síns Unnsteinssonar í sleggjukasti með 6 kg sleggju, kastaði 36,46 metra, en gamla metið var 28,22 m. Hann tvíbætti einnig eigið HSK met í kringlukasti með 1,5 kg kringlu í sínum flokki, kastaði lengst 40,18 metra, en gamla metið hans frá því á Landsmóti 50+ fyrr í sumar var 36,99, sem áður sagði.
Meistaramót eldri aldursflokka fer fram í Hafnarfirði um helgina og þar verður Óli meðal þátttakenda og vonast er til að keppendur af sambandssvæðinu fjölmenni.