Ólafur Guðmundsson Umf. Selfoss heldur áfram að bæta HSK metin í frjálsum í sínum aldursflokki, en Óli varð fimmtugur í vor og fór því upp um flokk og keppir nú í 50-54 ára flokki.
Óli setti sitt tíunda met í sumar á Selfossmóti þann 23. ágúst síðastliðinn. Nú bætti hann metið í stangarstökki, stökk 2,50 metra, en Ólafur Elí Magnússon, Dímon, átti gamla metið.
Metaskrár HSK í ölldum aldursflokkum má sjá á www.hsk.is.