Olil og Kraftur efsti í fjórgangi

Sleipniskonan Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum eru efst í fjórgangi að lokinni forkeppni á Íslandsmótinu í hestaíþróttum á Selfossi.

Olil og Kraflar eru með einkunnina 7,63 en næst koma jöfn með 7,60 Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þinganesi og Hulda Gústafsdóttir og Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu.

Hulda kom tveimur hestum inn í úrslit og Eyjólfur þremur. Hulda og Sveigur frá Varmadal voru fjórðu með 7,57 og Eyjólfur og Klerkur frá Bjarnanesi fimmtu með 7,47.

6. Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki 7,40
7. Jakob Svavar Sigurðsson og Asi frá 7,27
8-9. Viðar Ingólfsson og Stemma frá Holtsmúla 7,23
8-9. Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi 7,23
10-12. Friðdóra Friðriksdóttir og Jór frá Selfossi 7,20
10-12. Agnes Hekla Árnadóttir og Vignir frá Selfossi 7.20
10-12. Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá Laugavöllum 7,20
13. Eyjólfur Þorsteinsson og Ósk frá Þingnesi 7,17
14. Sigurbjörn Bárðarson og Penni frá Krikjubæ 7,13
15. Silvía Sigurbjörnsdóttir og Þórir frá Hólum 7,03
16. Fanney Guðrún Valsdóttir og Fókus frá Sólheimum 6,97

Í fimmgangi voru Þórarinn Eymundsson, Stíganda og Þóra frá Prestsbæ efst að lokinni forkeppni með 7,70.

B úrslit í fjórgangi verða kl. 16 í dag og B úrslit í fimmgangi kl. 16:30. Kl. 8 í morgun hófst forkeppni í tölti en B úrslit í tölti verða kl. 17 í dag.

Kl. 18 verður fyrri umferð í 150 og 250 m skeiði og kl. 12 í kvöld verður 100 metra flugskeið.

Fyrri greinHaukur fyrsti meistari mótsins
Næsta greinÆgiskrakkar til fyrirmyndar