Olís og GOS í samstarf

Golfklúbbur Selfoss hefur gert þriggja ára þjónustu- og styrktarsamning við Olís og er markmið samningsins að efla og styrkja barna- og unglingastarf golfklúbbsins.

Golfklúbbur Selfoss mun kaupa allt eldsneyti og vörur af Olís og mun beina félögum í klúbbnum í viðskipti við Olís.

Einnig var gerður samningur um Tvennukort Olís og ÓB en allir félagsmenn, vinir, vandamenn og stuðningsmenn GOS geta sótt um Tvennukort Olís og fengið frábæran afslátt af eldsneyti og öllum vorum hjá Olís og Ellingsen.

“Klúbbnum er mikill hagur af því að félagsmenn og velunnarar taki þetta kort í notkun,” sagði Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, í samtali við sunnlenska.is.

Einungis er hægt að sækja um kortið á netinu á slóðinni http://www.olis.is/felog/tvennukort en golfarar þurfa að muna að skrifa “GOS” í reitinn “hópur” þegar sótt er um kortið.

Fyrri greinVon á plötu fyrir næstu jól
Næsta greinGrátlega nálægt sigri