Óliver afgreiddi KFS

Óliver Þorkelsson sækir að marki KFS í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann 2-1 sigur á KFS í hörkuleik í 4. deild karla í knattspyrnu á Grýluvelli í dag.

Óliver Þorkelsson kom Hamri yfir á 9. mínútu en á 28. mínútu fengu Eyjamenn vítaspyrnu og jöfnuðu úr henni og staðan var 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar Óliver var aftur á ferðinni og kom Hamri í 2-1. Mörkin urðu ekki fleiri þrátt fyrir hörkusóknir beggja liða og Hvergerðingar fögnuðu í lokin.

Hamar er í 3. sæti deildarinnar með 26 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. KFS er í hörku fallbaráttu með 13 stig í 8. sæti.

Fyrri greinRafleiðni lækkar í Skálm
Næsta greinMörkunum rigndi á Flúðum