Ólöf Eir vann besta afrekið

Ólöf Eir Hoffritz vann besta afrekið á Selfossmeistaramótinu í sundi sem fram fór fyrir skömmu.

Alls voru keppendurnir 49 frá sunddeildum Umf. Selfoss og Hamars í Hveragerði og stungur í laugina 161. Keppendafjöldi skiptist nær því jafnt milli 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.

Sérstaka lukku vöktu þrír garpar frá Umf. Selfoss sem allir kepptu í 100 m skriðsundi. Höfðu yngri keppendur gaman að fylgjast með tilþrifum „gömlu mannana“.

Besta afrek mótsins vann Ólöf Eir Hoffritz sem hlaut 504 FINA-stig fyrir 100 m skriðsund á tímanum 1:11,56 mín. Njáll Laugdal Árnason hlaut piltabikarinn fyrir flest samanlögð stig í piltaflokki.

Ólöf Eir hlaut flest stig í flokki stúlkna og Kári Valgeirsson í flokki drengja. Eydís Líf Þórisdóttir hlaut flest stig í flokki telpna og Benedikt Nökkvi Sigfússon í flokki sveina. Öll úrslit mótsins eru komin á úrslitasíðu sunddeildar.

sund_garpar_1073876195_986013778.png
Sigmundur Stefánsson, Ægir Sigurðsson og Þórir Erlingsson tóku þátt í mótinu.

Fyrri greinStútur velti stolnum bíl
Næsta greinSædís Íva í Arion banka