Næstkomandi laugardag, 23. júlí, halda Ægir-Þríþraut og Íþróttafélagið Hamar Íslandsmeistaramót í ólympískri þríþraut í Hveragerði.
Keppnin hefst kl: 08:30 í sundlauginni að Laugaskarði með 1500 m sundi, því næst eru hjólaðir 40 km frá Hveragerði að Þorlákshöfn og tilbaka, að lokum verða hlaupnir 10 km (4×2,5km hringur) á skógarstígum í nágrenni sundlaugarinnar.
Keppt verður í tveimur aldursflokkum karla og kvenna auk þess sem boðið er upp á liðakeppni (þrír saman í liði).
Verðlaun fyrir efstu sæti í öllum flokkum, auk fjölda útdráttarverðlauna.
Skráning er á Hlaupasíðunni www.hlaup.is fram til kl: 23:30 á miðvikudag.
Þátttökugjald er 2.500 kr fyrir einstaklinga, en 3.000 kr fyrir lið.