Ómar Ingi og Janus Daði danskir bikarmeistarar

Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason urðu í dag danskir bikarmeistarar í handbolta eftir að Álaborg lagði Skanderborg 28-27 í úrslitaleik.

Ómar Ingi átti afbragðsleik fyrir liðið og var markahæstur með fimm mörk og var markahæstur ásamt René Antonsen. Janus Daði skoraði eitt mark í leiknum.

Þetta er annað árið í röð sem Álaborg vinnur danska bikarinn en liðið vann hann í fyrsta skipti í fyrra.

Fyrri greinHamar steinlá í lokaumferðinni
Næsta greinSara hefur náð fjórum lágmörkum fyrir ÍM