Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska handknattleiksliðið Magdeburg frá og með sumrinu 2020.
Ómar hefur verið lykilmaður í danska meistaraliðinu og var meðal annars valinn í lið ársins á nýliðnu keppnistímabili. Ómar Ingi var markahæsti leikmaður Aalborg með 129 mörk í deildinni.
Ómar lék áður með Aarhus þegar hann fór út í atvinnumennsku 2016 en hafði áður leikið með Val og uppeldisfélaginu á Selfossi hér á landi.
Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta en liðið hafnaði í þriðja sæti í Bundesligunni á síðasta tímabili.
„Ég hlakka til að koma til Magdeburg. Þegar ég heimsótti félagið fékk ég góða tilfinningu fyrir félaginu og borginni og held að ég passi vel inn í hugmyndafræði liðsins,“ er haft eftir Ómari Inga á heimasíðu Madgeburg.
Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu.
🚨Transfer news🚨
The Icelandic international of Aalborg Håndbold, Omar Ingi Magnusson, joins @SCMagdeburg from the summer of 2020 on a 4-year contract to the summer of 2024.
📸: @SCMagdeburg #handball #dkbhbl #hndbld #handbolti #håndbold #herreligaen #ehfcl pic.twitter.com/Ng4ujTcx6y— Hballtransfers (@Hballtransfers) June 19, 2019