Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson voru markahæstu leikmenn Íslands þegar strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Ísrael á útivelli í undankeppni EM í handbolta í kvöld.
Ísland tók völdin strax í upphafi leiks og leiddi 17-9 í hálfleik. Munurinn jókst ennþá frekar þegar leið á seinni hálfleikinn og að lokum skildu tíu mörk liðin að, 20-30.
Ómar Ingi og Elvar skoruðu báðir 5 mörk í leiknum, Ómar skoraði öll sín mörk í fyrri hálfleik og komu fjögur þeirra af vítalínunni. Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk og Teitur Örn Einarsson 1.
Ísland leikur næst gegn Litháen á útivelli næstkomandi fimmtudag og mætir svo Ísrael aftur á heimavelli á sunnudag.