Selfoss tapaði fyrir HK í lokaumferð A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.
HK komst yfir á 24. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á síðustu tíu mínútunum færðist mikið fjör í leikinn en HK komst í 0-3 á tveggja mínútna kafla áður en Gilles Ondo minnkaði muninn í 1-3 með glæsilegu langskoti á 87. mínútu og þær urðu lokatölur leiksins.
Selfoss lauk keppni í 5. sæti riðilsins með 3 stig, en liðið vann einn leik af fimm.
Í Kópavogi sótti Ægir Augnablik heim í B-deildinni. Augnablik komst yfir á fyrstu mínútum leiksins og staðan var 1-0 í leikhléi. Augnablikar bættu svo við öðru marki þegar korter var eftir af leiknum en Arnór Ingi Gíslason minnkaði muninn fyrir Ægi og lokatölur urðu 2-1.
Ægir er í 5. sæti síns riðils og hefur ekki náð í stig í fyrstu tveimur leikjunum.