Önnur þrenna hjá Guðmundu

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði aðra þrennu sína fyrir U17 ára lið Íslands í undankeppni EM þegar liðið vann 0-10 sigur á Búlgörum í dag.

Guðmunda byrjaði leikinn á bekknum en var skipt inná á 50. mínútu og var fljót að láta að sér kveða. Á 58. mínútu hafði hún skorað sitt fyrsta mark í leiknum og þrennan var í höfn sautján mínútum síðar.

Síðasti leikur Íslands í riðlinum er gegn Ítalíu á laugardag. Bæði lið eru taplaus en Ísland hefur betri markatölu, hefur skorað 24 mörk og ekki fengið neitt á sig. Ítalirnir hafa sömuleiðis haldið hreinu en skorað 11 mörk.

Fyrri greinEinn í lífshættu
Næsta greinVegagerð hafin við Bolaöldu