Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur ekki verið haldið síðastliðin tvö ár og því margir spenntir fyrir komandi móti.
Opnað verður fyrir skráningu á Unglingalandsmótið á morgun, þriðjudaginn 5. júlí. Á mótinu er boðið upp á keppni í 23 íþróttagreinum fyrir 11-18 ára þátttakendur frá föstudeginum 26. júlí til laugardagsins 29. júlí.
Greinarnar eru: biathlon, bogfimi og borðtennis, fimleikalíf, frisbígolf og frjálsar íþróttir, glíma, golf og götuhjólreiðar, hestaíþróttir, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, mótokross og pílukast, rafíþróttir, skák, stafsetning, strandblak og strandhandbolti, sund, taekwondo og upplestur.
Dagskrá mótsins liggur fyrir og er hún bæði geysispennandi og stórskemmtileg. Yfir daginn verður keppt í fjölda greina en boðið upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna.