Unglingalandsliðsmaðurinn Örn Östenberg hefur skrifað undir til tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.
Örn, sem er vinstri skytta, er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg í Svíþjóð og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF. Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015.
Örn hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og er í U-19 landsliði Íslands sem tekur þátt í HM í Georgíu í sumar.
Aðspurður sagðist Örn hafa valið Selfoss vegna þess að hann þekkir bæinn mjög vel, pabbi hans er Selfyssingur auk þess sem hann hefur hrifist af starfinu sem og þjálfuninni sem í boði er hjá handknattleiksdeild Selfoss.