Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson frá Selfossi hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Vålerenga.
Félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag, undir yfirskriftinni Örninn er lentur.
Viðar þekkir vel til hjá Vålerenga en atvinnumannsferill hans hófst hjá félaginu árið 2014 þar sem hann sló samstundis í gegn og skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar 2014 og var í kjölfarið seldur til Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína en síðan lá leið hans til Malmö í Svíþjóð, Maccabo Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð, Rubin Kazan í Rússlandi og síðast Yeni Malatyaspor í Tyrklandi.
Viðar Örn hefur leikið 26 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk.
THE EAGLE HAS LANDED #Z 🦅
📸 https://t.co/uAnjmTq6gq pic.twitter.com/G8wWDi2RIH
— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) August 28, 2020