Hamar vann öruggan sigur á Stjörnunni þegar keppni hófst í fyrirtækjabikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Hveragerði voru 78-61.
Hamar komst í 20-11 í upphafi leiks en staðan að loknum 1. leikhluta var 25-18. Stjarnan saxaði enn frekar á forskotið í upphafi 2. leikhluta og munurinn varð minnstur 35-30. Hamar raðaði hins vegar niður vítaskotunum undir lok fyrri hálfleiks og jók forskotið í 44-38 fyrir leikhlé.
Seinni hálfleikur hófst á 9-1 áhlaupi Hamars og þá var staðan orðin 53-39 og Hamar í þægilegri stöðu. Í lok 3. leikhluta var staðan 61-54 og Hamar lauk leiknum af öryggi en síðasti fjórðungurinn fór 17-7 og lokatölur 78-61.
Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst Hvergerðinga með 21 stig, Jenný Harðardóttir skoraði 20 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir 12, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir og Regína Ösp Guðmundsdóttir 6, Sóley Guðgeirsdóttir 3 og Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.