Knattspyrnufélag Rangæinga og Knattspyrnufélag Árborgar unnu góða sigra í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. KFR mætti SR en Árborg Kóngunum.
Jóhann Guðmundsson kom KFR yfir á 26. mínútu gegn Skautafélagi Reykjavíkur þegar liðin mættust á Hvolsvelli og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu að Aron Örn Þrastarson innsiglaði 2-0 sigur Rangæinga.
KFR situr í 4. sæti B-riðils 4. deildarinnar með 19 stig en SR er í 7. sætinu með 9 stig.
Árborg heimsótti Úlfana á Þróttarvöllinn í Laugardalnum. Daníel Ingi Birgisson kom Árborg í 0-1 á 14. mínútu og Ísak Eldjárn Tómasson bætti öðru marki við á 39. mínútu. Þrátt fyrir stífa sókn í seinni hálfleik tókst Árborg ekki að bæta við mörkum fyrr en á lokakaflanum. Daníel Ingi skoraði sitt annað mark á 80. mínútu og Freyr Sigurjónsson skoraði svo tvívegis með tveggja mínútna millibili í uppbótartímanum og tryggði Árborg 0-5 sigur.
Árborg er í 4. sæti C-riðils með 20 stig en Kóngarnir verma botnsætið með 1 stig. Hörkubarátta er í riðlinum um hvaða lið fylgir Ými í úrslitakeppnina en aðeins munar tveimur stigum á liðinu í 2. sæti og liðinu í 5. sæti.