Öruggt á Akureyri

Jose Medina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann góðan sigur á Þór Akureyri í 1. deild karla í körfubolta á Akureyri í kvöld, 84-102.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta tóku Hamarsmenn af skarið og leiddu 39-53 í hálfleik. Hamarsmenn juku forskotið enn frekar í 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða var staðan orðin 59-82 og sigurinn nánast í höfn. Þór náði að saxa aðeins á forskotið í lokin en sigur Hamars var ekki í hættu.

Jose Medina var stigahæstur Hamarsmanna með 30 stig og 10 fráköst og Jaeden King skilaði sömuleiðis góðu framlagi með 27 stig og 4 stolna bolta.

Hamar er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Þór er í 7. sæti með 6 stig.

Þór Ak.-Hamar 84-102 (18-19, 21-34, 20-26, 25-23)
Tölfræði Hamars: Jose Medina 30/7 fráköst/10 stoðsendingar, Jaeden King 27/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16, Birkir Máni Daðason 9, Fotios Lampropoulos 8/8 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 4, Egill Þór Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/6 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.

Fyrri greinVerkfalli kennara frestað
Næsta greinKveikt á trénu í Hveragerði