Hamar/Þór vann öruggan sigur á botnliði Breiðabliks-b í 1. deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld.
Heimakonur náðu góðri forystu strax í 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 52-34. Seinni hálfleikurinn var jafnari, munurinn jókst aðeins í 3. leikhluta en allt var í járnum í 4. leikhluta og lokatölur urðu 96-68.
Jenna Mastellone var stigahæst hjá Hamri/Þór með 26 stig, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 20 og Yvette Adriaans var sömuleiðis öflug með 16 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en Breiðablik-b er án stiga á botninum.
Hamar/Þór-Breiðablik-b 96-68 (28-14, 24-20, 21-18, 23-23)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jenna Mastellone 26/6 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 20, Yvette Adriaans 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 11, Helga María Janusdóttir 5, Emma Hrönn Hákonardóttir 5, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4/5 fráköst, Þóra Auðunsdóttir 4, Elín Þórdís Pálsdóttir 3, Valdís Una Guðmannsdóttir 2/4 fráköst.