Öruggt hjá Þórsurum í Hveragerði

Lengjubikar karla í körfubolta hófst í kvöld en stórleikur kvöldsins var viðureign erkifjendanna Hamars og Þórs Þ í Hveragerði. Ragnar Bragason 21 stig, Halldór Garðar 15 Þorsteinn Ragnarsson 13

Þórsarar höfðu yfirhöndina í leiknum frá upphafi og sigruðu að lokum 65-100. Þór leiddi með sex stigum, 15-21 eftir 1. leikhluta en staðan var 26-47 í hálfleik.

Ragnar Örn Bragason skoraði 21 stig fyrir Þór en Halldór Garðar Hermannsson kom næstur honum með 15 stig og Þorsteinn Ragnarsson skoraði 13. Oddur Ólafsson var stigahæstur hjá Hamri með 26 stig, Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 19 stig og Hallgrímur Brynjólfsson 10.

Næstu leikir eru á fimmtudagskvöld en þá tekur Þór á móti Njarðvík, Hamar heimsækir Snæfell og FSu fer norður á Sauðárkrók og leikur gegn Tindastóli.

Fyrri greinHanna semur við Selfoss til 2017
Næsta greinThe King’s Singers syngja í Skálholtskirkju