FSu vann góðan sigur á botnliði Þórs á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 74-89.
FSu lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Selfyssingar náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan orðin 39-56.
Seinni hálfleikur var jafnari en FSu hélt Þór í þægilegri fjarlægð og vann að lokum fimmtán stiga sigur.
Collin Pryor var stigahæstur hjá FSu með 24 stig og 10 fráköst. Ari Gylfason skoraði 23 stig, Hlynur Hreinsson 17, Birkir Víðisson 9, Erlendur Ágúst Stefánsson 8, Maciej Klimaszewski 6 og Fraser Malcom 2.
FSu er áfram í 2. sæti deildarinnar með 20 stig, átta stigum á eftir Hetti í toppsætinu. Selfyssingar eiga hins vegar tvö leiki til góða á Héraðsbúa.