Hamarsmenn tóku í kvöld á móti Þrótti/Fjarðarbyggð í úrvalsdeild karla í blaki og unnu öruggan 3-0 sigur.
Hamarsmenn mættu vel stemmdir í sinn annan heimaleik á tímabilinu og unnu fyrstu hrinuna örugglega 25-16 og aðra hrinuna 25-19.
Í þriðju hrinu virtust Þróttarar ætla að svara fyrir sig og náðu m.a. 3-6 og 5-7 forystu. Þá vöknuðu heimamenn til lífsins og skoruðu 9 stig í röð og unnu hrinuna að lokum 25-12 og leikinn þar með örugglega 3-0.
Hamarsmenn hafa því unnið báða leiki sína á tímabilinu og eru í öðru sæti á eftir Aftureldingu en eiga einn leik til góða.