Hamar vann öruggan sigur á KFÍ á útivelli þegar liðin mættust í 1. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta á Ísafirði í dag.
Hamar hafði yfirburði í leiknum, náði strax góðu forskoti, 3-20 í 1. leikhluta, og leiddi í hálfleik, 28-47.
Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik og varð að lokum 31 stig.
Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 23 stig, Marín Davíðsdóttir skoraði 17, Álfhildur Þorsteinsdóttir 14 og þær Bjarney Sif Ægisdóttir og Jenný Harðardóttir skoruðu báðar 7 stig auk þess sem Jenný tók 10 fráköst.