Hamar vann öruggan sigur á botnliði Ármanns í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Kennaraháskólanum, 77-100.
Hamar byrjaði betur í leiknum en Ármenningar voru aldrei langt undan og staðan var 39-46 í hálfleik.
Þriðji leikhlutinn var jafn en í upphafi þess fjórða skoruðu Hvergerðingar tólf stig í röð, breyttu stöðunni úr 60-66 í 60-78, og gerðu þar með út um leikinn.
Hamar er í 5. sæti deildarinnar að loknum fimm umferðum, með sex stig.
Tölfræði Hamars: Örn Sigurðarson 28 stig/7 fráköst (35 í framlagseinkunn), Samuel Prescott Jr. 25 stig/4 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 17 stig/5 fráköst, Oddur Ólafsson 9 stig/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Örn Vilbergsson 6 stig, Þórarinn Friðriksson 6 stig/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 3 stig, Stefán Halldórsson 2 stig, Sigurður Orri Hafþórsson 2 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2 stig.