Öruggt hjá Selfoss gegn Fjölni

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Fjölni í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 27-21. Selfoss og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með átta stig.

Þrátt fyrir ágætan sigur voru Selfyssingar nokkuð brokkgengir í leiknum og sérstaklega var sóknarleikurinn stirður á köflum auk þess sem dauðafæri fóru í súginn. Þannig náðu þeir ekki að hrista Fjölnismenn almennilega af sér fyrr en undir lokin en Fjölnir minnkaði muninn tvívegis úr sex mörkum niður í tvö. Staðan var 11-8 í hálfleik.

Hörður Bjarnarson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Matthías Halldórsson og Einar Pétur Pétursson skoruðu báðir 5 mörk, Atli Kristinsson 3, Einar Sverrisson 2, Gunnar Ingi Jónsson, Jóhann Gunnarsson, Sverrir Pálsson og Ómar Helgason skoruðu allir eitt mark.

Markverðir Selfoss áttu fínan leik, Helgi Hlynsson varði 16 skot og var með 53% markvörslu og Sverrir Andrésson skoraði 9 mörk og var með 56% markvörslu.

Fyrri greinFSu kláraði leikinn í 3. leikhluta
Næsta greinLétt hjá Hamri í Sandgerði