Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á botnliði Fylkis í N1-deildinni í handbolta á Selfossi í dag. Lokatölur voru 28-23.
Staðan var 14-13 í hálfleik en Selfyssingar spiluðu fína vörn framan af síðari hálfleik sem tryggði þeim gott forskot sem hélst til loka.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Carmen Palamariu skoraði 7, Kristrún Steinþórsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu báðar 4 mörk, Kara Rún Árnadóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir 1.
Selfoss hefur nú 8 stig í 9. sæti deildarinnar og er þremur stigum á undan Aftureldingu í 10. sætinu en Fylkir er með 2 stig í botnsætinu.