Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðin mættust í Austurbergi í Breiðholti. Lokatölur urðu 27-32.
Selfyssingar höfðu undirtökin stærstan hluta leiksins og leiddu í hálfleik með átta mörkum, 10-18. ÍR minnkaði muninn í síðari hálfleik en sigur Selfyssinga var ekki í hættu.
Selfoss hefur nú tólf stig í 6. sæti deildarinnar.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Adina Ghidoarca skoraði 8, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 3, Perla Ruth Albertsdóttir, Kristrún Steinþórsdóttir og Elena Birgisdóttir 2 og þær Margrét Katrín Jónsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu 1 mark hvor.