Hamar vann öruggan sigur á Þór Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld.
Lokatölur leiksins urðu 103-76 og var sigur Hamars sannfærandi þrátt fyrir að lykilmenn væru fjarverandi vegna meiðsla. Jaeden King, Jose Medina og Björn Ásgeir Ásgeirsson eru allir meiddir en aðrir stigu upp og skiluðu góðum liðssigri.
Tölfræði leiksins er ekki aðgengileg á vef KKÍ en fréttin verður uppfært um leið og leysist úr því.
Þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er Hamar í 3. sæti með 28 stig, eins og Ármann sem er í 2. sæti. Hamar hefur þegar tryggt sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni.
ÍA tryggði sér í kvöld sigur í deildinni og sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.