Öruggur sigur Ægis

Ægir vann öruggan 0-1 sigur á Vængjum Júpíters þegar liðin mættust á gervigrasi Fjölnis í kvöld.

Ægismenn voru sterkari aðilinn í leiknum allan tímann þó að fyrri hálfleikur hafi verið andlaus og lítil stemmning á vellinum. Arnar Skúli Atlason skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Trausta Friðbertssonar utan af velli.

Leikurinn einkenndist af baráttu úti á vellinum en Ægismenn hefðu getað bætt við mörkum eftir nokkur dauðafæri. Vængirnir fengu hinsvegar ekki færi í leiknum en engar glufur voru á sterkri vörn Ægis.

Með sigrinum eru Ægismenn komnir í 2. sæti B-riðils með 11 stig en bæði Þróttur V og KFK eiga leik til góða á Þorlákshafnarliðið.

Fyrri greinFyrsti sigur KFR
Næsta greinTheodór kom heitur af bekknum