Ægir sigraði KFR á heimavelli í kvöld 4-1 í 3. deild karla í knattspyrnu, en staðan í hálfleik var 3-1.
Mahop Luc Romain skoraði þrennu fyrir heimamenn og Ársæll Jónsson skoraði eitt mark. Reynir Björgvinsson skoraði mark KFR.
Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn, en Ársæll Jónsson kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. En tíu mínútum síðar jafnaði Reynir Björgvinsson metinn fyrir KFR.
Það varði ekki lengi því Mahop Luc Romain kom Ægismönnum aftur yfir fjórum mínútum síðar. Hann var aftur á ferðinni á 27. mínútu og kom Ægi í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.
Rangæingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en náðu þó ekki að skapa sér mörg færi. Ægismenn gerðu svo út um leikinn þegar að Mahop Luc Romian skoraði sitt þriðja mark á 73. mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Ægi.