Öruggur sigur á heimavelli

Donasja Scott átti frábæran leik fyrir Selfoss í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, 75-56, þegar liðin mættust í Vallaskóla.

Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en Selfoss kláraði síðustu mínútur fyrri hálfleiks af miklu öryggi og leiddi 42-36 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru heimakonur sterkari og forskot þeirra byggðist upp jafnt og þétt.

Donasja Scott skilaði frábærum tölum fyrir Selfoss í kvöld, hún var framlagshæst með 22 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 8 stolna bolta.

Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 5. sæti með 8 stig en ÍR er á botninum með 4 stig.

Selfoss-ÍR 75-56 (18-19, 24-17, 15-9, 18-11)
Tölfræði Selfoss: Donasja Scott 22/15 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Anna Katrín Víðisdóttir 15, Valdís Una Guðmannsdóttir 11/15 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 9/7 stoðsendingar, Þóra Auðunsdóttir 8, Perla María Karlsdóttir 5/6 fráköst, Diljá Salka Ólafsdóttir 3, Eva Margrét Þráinsdóttir 2.

Fyrri greinRáðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Næsta greinLygilegur lokakafli í Hveragerði