Mílan fékk HK í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild karla í handbolta. Lokatölur í Vallaskóla urðu 20-29.
Fyrri hálfleikurinn var jafn framan af en HK skreið framúr undir lok hans og náði fjögurra marka forskoti í hálfleik, 11-15.
Í seinni hálfleiknum náði Mílan aldrei almennilega að ógna HK. Munurinn var orðinn sjö mörk um miðjan hálfleikinn og að lokum skildu níu mörk liðin að.
Ársæll Einar Ársælsson og Ómar Vignir Helgason voru markahæstir hjá Mílunni með 5 mörk, Hannes Höskuldsson 4, Páll Bergsson 2 og Rúnar Hjálmarsson, Trausti Elvar Magnússon og Hólmar Höskuldsson skoruðu allir 1 mark.
Hermann Guðmundsson átti góðan leik í marki Mílunnar, varði 19 skot og skoraði 1 mark.
Mílan hefur áfram 3 stig í 9. sæti deildarinnar að loknum fimmtán leikjum.