Hamar vann stóran útisigur á ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan FSu tapaði fyrir toppliði Hattar á útivelli.
Hamar lagði grunninn að sigrinum á Skagamönnum með góðum fyrri hálfleik. Staðan var 31-49 í hálfleik. Hamar byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði 24 stiga forskoti þannig að síðasta fjórðunginn var formsatriði að klára. Lokatölur 59-97.
Örn Sigurðarson var stigahæstur Þórsara með 26 stig, Christopher Woods skoraði 23 stig og tók 11 fráköst, Erlendur Stefánsson skoraði 15 stig og Hilmar Pétursson 10.
FSu byrjaði vel á Egilsstöðum gegn firnasterku toppliði Hattar. Staðan var jöfn eftir 1. leikhluta en Höttur tók forystuna fyrir hálfleik, 51-43. Í upphafi síðari hálfleiks gekk hvorki né rak hjá FSu sem tapaði 3. leikhluta 30-9 og staðan því 81-52 þegar sá fjórði hófst. Þar tókst FSu að klóra í bakkann en munurinn var þegar orðinn of mikill.
Terrence Motley var allt í öllu hjá FSu með 21 stig og 21 frákast. Ari Gylfason skoraði 12 stig og Svavar Stefánsson 10.
Hamar er í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en FSu er í 6. sætinu með 12 stig.